top of page

Slökunardagur fyrir hundinn. Hvað er það?

Við erum mörg hreykin af því hvað við erum allt of duglegir og vinnuglaðir Íslendingar sem hefur sýnt sig að getur komið okkur í koll með útúr stressuðu heimilisfólki sem keppist við tímann.


Duglegu hundaeigendurnir sem vilja gera allt rétt í hundauppeldinu fara oft offari og gleyma því sem getur verið jafnmikilvægt, en það er að kunna að slaka á og taka sér frí frá streituvöldum og vinnu. En hér er ég að meina þeim streituvöldum sem hundurinn verður fyrir við útiveru og þá vinnu sem gjarnan fylgir því að fara út í göngutúr.


Streituvaldar fyrir hvern hund er jafn mismunandi og fyrir okkur fólkið. Einnig hversu vel hundar ná að vinna úr streitu, hversu hratt og hversu lengi þeir eru að ná sér niður eftir streitutímabil.


Streituvaldar fyrir hunda köllum við oft áreiti en það getur verið t.d. aðrir hundar, kisan í næsta húsi, hestar, fólk, krakkar eða hvað eina sem hundurinn þarf að hugsa aðeins um og meðtaka að sé í lagi eða á erfitt með og ræður ekki við sínar tilfinningar gagnvart.

Þegar við förum út í göngutúr þá verða þeir fyrir alskonar áreitum sem saman geta aukið streitustig hundsins mikið eða lítið í heild eftir og í göngunni. Það er mikilvægt að vera ávallt meðvituð um að hundurinn upplifir áreiti og að hvert áreiti getur verið ólíkt í streitustigi frá degi til dags og hefur þau áhrif á hundinn að hann sé vel eða illa í stakk búinn til að takast á við verkefni dagsins. Til dæmis hundur sem sá mörg erfið áreiti í göngutúr á erfiðara með að taka á móti gestum um kvöldið, geltir mögulega meira, meira flaður eða almennt óöruggari með sig.


Ef að við förum einbeitum okkur alltaf að því að fara í hverfisgöngutúrinn með það í huga að annað hvort hreyfa líkama hundsins gríðarlega vel því að samfélagið segir að þannig eigi það að vera, eða til að umhverfisþjálfa hundinn gríðarlega vel. Þá þurfum við samt sem áður að gefa hundinum af og til slökunardag til að draga úr sínu streitustigi sem hefur safnast upp eftir einn eða marga daga.


Töluðum við ekki alltaf einu sinni um Sunnudaga til hvíldar?

Íþróttamenn þurfa að passa álag á líkamann og andlegt ástand sem fylgir stífum æfingum og taka því léttari æfingar í bland við þyngri æfingar og hvíldardag einu sinni í viku.


Það sem er merkilegt að skoða hér, er af hverju okkur finnst eins og það sama gildi ekki um hunda !


Mögulega eru þetta leyfar af gömlu aðferðunum og gamalli hugsun þjóðarinnar um hundauppeldi. Sem líklega á meðal annars upptök sín frá tímum sullaveikinnar og bann við hundum í Reykjavík.


Hvað gerum við svo ef við verðum veik í nokkra daga og komumst ekki með hundinn út að hreyfa sig? Verður hundurinn alveg viðþolslaus? Er það endilega eðlilegt? Af hverju ætti það að vera eðlilegt? Hvernig líður fólki sem gengur 2-4 kílómetra á dag í rólegheitum, ef þau sleppa að ganga í nokkra daga? Líklega finnst fólki lítið mál að sleppa einum til tveimur dögum en fara svo smáma saman að finna hversu góð andleg og líkamleg áhrif hreyfing hefur á líkama og sál.


Við þurfum að kenna hundum að geta tekið slökunardaga þar sem ekki er farið í göngutúr og útiveran snýst um að fara út á klósettið. Og passið ykkur hér að nýta ekki bara slæma veðurdaga, því við þurfum einnig að geta tekið hvíldardag ef veðrið er gott.


Slökunardagur er því gert til að draga úr streitu hundsins og gott að setja inn slökunardag þegar hundurinn hefur átt streitumikinn dag eða eftir langt líkamlegt álag og einnig að slökunardagur sé í rútínu t.d. 2-4 dagar yfir 10-14 daga.


Slökunardagur er einnig gerður til þess að við getum átt rólega veikindadaga, sleppt göngu þegar við erum mikið upptekin eða bara tekið frídag saman.


Hvernig framkvæmi ég slökunardag í fyrsta skipti? 1) Undirbúðu daginn fyrirfram. Taktu frá dag. Kaupa hrátt hundabein, fylla Kong og setja í frystinn

2) Slepptu göngutúr og mikilli útiveru

3) Gaman að setja slökunartónlist á fóninn og njóta dagsins saman

4) Gefðu hundinum heilaleikfimi

5) Nýttu merkjamál hunda til að tjá honum að það verði rólegur dagur t.d. rólegar hreyfingar, neita með merkjamáli fyrirspurnum um æsing og göngutúr

6) Gerðu hæfilegar kröfur á hundinn. Fyrir fullorðinn hund sem aldrei hefur tekið slökunardag getur verið krefjandi að vera ekki í sinni rútínu.


Hvenær tók hundurinn þinn seinast slökunardag? Hvenær tók hundurinn þinn frí í viku frá streituvöldum? Hans sumarfrí.


Fyrir áhugasama tók ég þetta vel fyrir á Instagram í story og er til staðar í Hihglight. www.instagram.com/hundalifstill

496 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page