top of page

Hvaða heilaleikfimi hentar hundinum?

Heilaleikfimi gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki fyrir andlegt jafnvægi hundsins og vellíðan og er eitt af undirstöðuatriðum í umönnun hunda. Undanfarin ár hafa vinsældir heilaþrauta fyrir hunda auk vitundar leiðbeinenda um mikilvægi heilaleikfimi aukist. Heilaleikfimi er ein af grunnstoðum hunds í jafnvægi og eitt af þeim þáttum sem við ættum að huga að daglega. Það þýðir þó ekki að eyða þurfi löngum tíma í að setja upp flóknar þrautir en gott er að hafa nokkrar heilaþrautir í handraðanum til að geta gripið í. Æfingar sem eru nægilega krefjandi fyrir hundinn og sem taka okkur ekki of langan tíma að stilla upp.


Heilaleikfimi væri hægt að skipta upp í þrennt í grófum dráttum:

- Þrautir (keypt eða búin til þar sem framkvæma þarf ákveðna færni fremur en þefa bitann uppi)

- Frjálsar leitir (fela nammi um íbúðina/herbergið eða úti í garði)

- Teymisleitir (leiðbeinandi gefur bita fyrir að finna rétta lykt t.d. NoseWork og sporaleitir)
Þessir þrír flokkar (þrautir, frjálsar leitir og teymisleitir) eru frekar ólíkar og henta misvel fyrir einstaklingana og henta þeim misvel eftir dögum og ástandi streituglass hvers hunds.

Hundar sem eru stressaðir hafa flestir mjög gott af því að nýta sér heilaleikfimi af einhverju tagi en huga þarf að því hvað heilaleikfimin dregur fram í hundinum. Verður hundurinn mjög æstur á meðan á heilaleikfiminni stendur? Hefur þú prófað annan flokk af heilaleikfimi og séð minni æsing í þeim flokki?

Hundar sem eru stressaðir mega ekki við meiri æsing, en það er vegna þess að líkaminn gerir ekki greinarmun á æsing og streitu og því hellist all verulega ofan í streituglasið þegar við æsum hann upp meðvitað eða ómeðvitað. Hjálpum þeim að njóta sín, geta einbeitt sér að æfingunni og líða vel eftir heilaleikfimina <3 Við þurfum að velja réttar æfingar, tíðni og lengd æfinga fyrir okkar hund. Hugsum um merkjamálið sem við sjáum og lesum í tilfinningar hundsins til að draga úr streitu í hans daglega lífi.

551 views0 comments

Recent Posts

See All

Commenti


I commenti sono stati disattivati.
bottom of page