Viltu læra merkjamál hunda?
top of page

Viltu læra merkjamál hunda?

Updated: May 1, 2021

Hundar tjá sig með að langmestu leyti með líkamstjáningu en einnig með hljóðum. Líkamstjáning hunda er því stærsti parturinn af tungumáli hunda. Í almennu tali er tungumál hunda kallað merkjamál.


<img src="hundar.png" alt="líkamstjáning hunda útskýrð">
Hundar tjá sig með líkamanum


Mikilvægasta sem við getum gert fyrir samskipti og sambönd okkar við hundinn okkar er að skilja tungumálið hans til hlýtar. Að geta átt í samskiptum við hann á hans tungumáli svo hann átti sig á að við skiljum það sem okkur er tjáð. Ef að hundar venjast því að fólk skilur þá ekki er algengt að hundurinn grípi til ýktar heðgunar til að tjá sig eða fylgist lítið sem ekkert með leiðbeinendum sínum. Þá getur verið að hundurinn hafi reynt að tjá sig fyrst um sinn við leiðbeinanda sinn en svo áttað sig á því að það stoðar ekkert þar sem leiðbeinandinn skilur ekki tjáninguna. Þá getur hundum þótt þeir þurfa að tjá sig hærra og meira svo að tjáningin komist til skila. Gjarnan er það þessi háværa eða stóra tjáning sem veldur okkur mannfólkinu ama og förum þá að leita okkur aðstoðar atferlisfræðings.

Algeng hegðun sem kemur fram vegna samskiptaörðugleikanna er mikið gelt. Til dæmis mikið gelt á einstaklingana sem ná í ruslið, gelt á bjölluna, gelt á einstaklinga sem að sjást fyrir utan girðinguna úr garðinum ofl. Þegar slík hegðun skýtur upp kollinum hefur manneskjan til að mynda líklega ekki tekið eftir því þegar hundurinn fyrst spurði hvort að heimilið þyrfti að hafa áhyggjur af þessu hljóði eða þessum tiltekna einstakling. Hundurinn nær engu sambandi við manneskjuna og boffars því smá. Viku síðar er hann byrjaður að gelta á áreitið þar sem manneskjan virðist ekkert taka eftir áreitinu nema að hundurinn láti manneskjuna sína vita vel af því. Og hundurinn vill alls ekki verða þess valdur að eitthvað komi fyrir, og lætur því vel vita af áreitinu. Hundurinn fær þá skammir sem hann skilur ekkert í. Þá gæti hundurinn talið að það hljóti því að vera enn meiri ástæða til að bregðast við, fyrst leiðbeinandinn kemst í svona mikið ójafnvægi við það að áreitið birtist. Fyrir hundinum meikar það meira sense, heldur en verið sé að skamma sig fyrir að láta vita af einhverri mögulegri hættu.

Þess vegna er svo mikilvægt að kunna tungumál hunda frá byrjun. Að kynna sér merkjamál hunda vel og geta svarað spurningum hunda alltaf. Það þarf alls ekki að þýða að við segjum já við öllu sem við erum spurð að, heldur að við getum sagt já við því sem er viðeigandi og sett mörk þar sem við á. Hundurinn upplifir meira öryggi og getur vaxið í sjálfstrausti. Samband hunds og manns verður miklu betra þar sem hundurinn upplifir skilning og mörk sem eru sett af ástæðu.



<img src="hundar.png" alt="mismunandi líkamstjáning hjá stressuðum hundi">
Streita kemur fram á mismunandi máta


Til að kynna sér hvað merkjamál hunda stuttlega á íslensku, smellið hér.


Hér fyrir neðan hef ég tekið saman nokkur myndbönd sem mér þykja ágæt um grunninn að merkjamáli hunda. Tek það fram að ég er ekki sammála öllu sem er tekið fram í myndböndunum en þau eru góður grunnur til að átta sig á hvernig hundar tjá sig 😊 Mæli klárlega með því að kynna sér vel nokkrar bækur um merkjamál hunda, því slíkt námsefni er jafn mismunandi og bækurnar eru margar.


Jody frá Go Anywhere Dog er með mjög gott myndband sem útskýrir að atferli er eitthvað sem þarf að skoða heildrænt. Að taka tillit til margra þátta og áreiti yfir daginn eða mínúturnar á undan. Þess vegna getur verið erfitt að segja til um hvað nákvæmlega er í gangi á ljósmynd, því ekki allt atferlið er til staðar og aðstæðurnar. Hún útskýrir á einfaldan máta gróflega hvernig einkenni rólegs hamingjusams hunds er og hvaða merki hann gefur þegar honum líður óþægilega og svo framvegis. Ýttu hér fyrir myndbandið.


Turid Rugaas er afar þekktur hundaatferlisfræðingur vegna þess sem hún leggur áherslu á í sinni nálgun við atferlisþjálfun. Hún leggur áherslu á að fylgjast með merkjamáli og að vinna út frá því. Myndbandið er gamalt og frekar þurrt, en klárlega góð dýpkun á þekkingu fyrir nýbyrjaða í merkjamáli og lengra komna. Ýttu hér fyrir myndbandið.


Ted talk með Barböru Sherman um samband hunda og manna og hvernig samskiptin eru stanslaust í gangi, og á hvaða hátt tjáningin er. Ýttu hér fyrir myndbandið.


Kristin fer hér yfir myndbönd af hundum sem sýna merki þess að vilja ekki eitthvað. Mörg góð dæmi sem hún sýnir. Ýttu hér fyrir myndbandið.


Kikopup youtube-ari sýnir hér hvernig fólk getur hermt eftir tungumáli hunda til þess að eiga við þá kurteis samskipti og aðstoða þá í erfiðum aðstæðum. Þetta á sérstaklega við þegar maður hittir ókunnuga hunda. Ýttu hér fyrir myndbandið.




<img src="hundar.png" alt="hver hreyfing hunds hefur sérstaka merkingu">
Líkamstjáning hunda merkir alltaf eitthvað

Recent Posts

See All
bottom of page