
.png)

Taumgöngunámskeið
Áhersla á að aðstoða hunda að ná jafnvægi og geta séð áreiti við göngur. Að draga úr æsing og stressi jafnt sem að auka samskipti við leiðbeinanda og styrkja tengslin.
Lærum hvað sé best að gera í aðstæðum og hvernig við fyrirbyggjum að hvolpar þrói með sér æsing, streitu eða kvíða.
Flestir hundar sem koma á námskeiðið eru stressaðir, kvíðnir hundar sem til að mynda gelta, væla, stökkva í átt að áreiti, naga taum, stara, leggjast niður og fleira, við göngur.
Keflavík, Hafnarfirði eða rafrænt
Verð fer eftir hvaða staðsetning er valin.

Hnoðranámskeið
Lærum mikilvæg atriði í hvolpaþjálfun. Áhersla á að læra að sjá áreiti í alvöru aðstæðum utandyra. Umhverfis og félags þjálfun er stór partur af námskeiðinu auk merkjamáls. Farið yfir það helsta húshreinn, nag, bíta, klóaklippingar ofl.
Keflavík, Hafnarfirði eða rafrænt.
Verð: 30.000 kr.

Aðskilnaðarkvíða pakkar eða námskeið
Unnið eftir reyndum aðferðum færustu sérfræðinga í heimi, í aðskilnaðarkvíða hunda. Leggjum áherslu á að hundinum líði vel við hvert skref í þjálfuninni.
Bæði pakkar í boði með miklu aðhaldi og aðstoð eða fyrir þá sem vantar einungis smá aðhald til að byrja að æfa.
Aðskilnaðarkvíðaþjálfun í persónu, fer alfarið fram á fjarfundum.
Verð: Fer eftir pökkum

Atferlisráðgjöf
Unnið úr vandamálum.
Atferlisráðgjöf er nytsamlegt til að auðga líf hunds og manns. Til að vinna með það sem má bæta og styrkja um leið sjálfstraust hundsins til að geta tekist á við lífið.
Hundalífstíll býður upp á ýmsa pakka, sendið skilaboð til að nálgast upplýsingar.
Verð: Fer eftir pökkum

NoseWork Námskeið - Leitarvinna fyrir alla
NoseWork er tegund af leitarvinnu sem hentar einkar vel fyrir almenning og stressaða hunda. Teymið byggir upp meiri og bætt samskipti og draga úr streitu hundsins. NoseWork eykur sjálfstraust hundsins og er einföld, fljótleg og ódýr leið til að bjóða hundinum upp á heilaleikfimi við hæfi.
Verð: 25 þúsund

Fyrirlestrar
Hundalífstíll selur ýmsa rafræna fyrirlestra sem tengjast virðingarríkum aðferðum við hundaþjálfun og jákvæða styrkingu. Meðal annars um merkjamál, umhverfisnotkun, taumtækni, að venja við beisli, klóaklippingar auk annarra hagnýtra atriða.
Enginn fyrirlestur í rauntíma á dagskrá núna.
Til að panta fyrirlestur f.hópa/fyrirtæki eða komast á biðlista fyrir næstu fyrirlestra. Sendið á hundalifstill@gmail.com