Sissa Hundaatferlisráðgjafi

Virðingarríkt Hundauppeldi

Ég stofnaði Hundalífstíl formlega í febrúar 2020, til að bjóða upp á þjónustu sem snýst um vellíðan hundsins. Hundalífstíll var stofnaður til að fræða fólk betur um andlega og líkamlega heilsu hunda. Aðstoða fólk að sjá lausnir við því sem að hrjáir hundana þeirra og hvernig samband hunds og manns getur orðið auðveldara og jákvæðara. 

Hundalífstíll varð til vegna ástríðu minnar á hundum og þeirrar frábæru tilfinningar að vera í kringum hunda. Þar af leiðandi ákvað ég að bjóða upp á göngur með hunda mér til vellíðunar eftir smá pásu frá hundaþjálfun síðustu ára. Svo vatt það fljótt upp á sig og Hundalífstíll varð til ❤️

 

Hundlífstíll hefur áhuga á að auka þekking almennings á umgengni við hunda til að draga úr streitu hunda og minnka líkur á skaðlegum aðstæðum fyrir fólk. Mér þykir mikilvægt að fólk læri tjáningu hunda til að styrkja samband við eigandann. Hundalífstíll nýtir heildstæðar aðferðir þar sem tekið er til greina allt sem hefur áhrif á líf hundsins. Aðferðirnar sem ég nota mest kalla ég virðingarríkt hundauppeldi sem svipar til RIE í barnauppeldi. Því til stuðnings nýti ég jákvæða styrkingu þar sem góð hegðun er styrkt. Refsingar eru aldrei hluti af aðferðum Hundalífstíl.

 

Menntun Sissu

Dog lover

2017 - 2019 Hundaatferlisráðgjöf - Sheila Harper - Englandi
2018 Tellington T-touch - Robyn Hood - Íslandi á vegum Maríu Weiss
2017 NoseWork kennara og dómararéttindi - Sturla Þórðarson, ÍNWK
2017 Íþróttafræðingur BSc - Háskólinn í Reykjavík
2016 BAT 2 (Behaviour adjustment training) - Grisha Stewart - Ísland
2016 Karen Pryor hundaþjálfararéttindi - Karen Pryor - Bandaríkin
2014 Hundanudd námskeið (engin réttindi) - Hundar og kettir, Nanna Zophíansdóttir - Ísl.


 

Fyrirlestrar, Símenntun

Building relationships through real life skills  - haust 2020
Ræktun, meðganga og got - Haust fyrirlestur 2020 HRFÍ
Næring hunda - Fyrirlestrar á vegum Petmark
Beisli og hreyfing hunda – Kolbrún Arna - Dýrahjúkrunarfræðingur og dýrasjúkraþjálfari

Reynsla

Hundaeigandi, kisu og hestar frá 5 ára aldri. Fyrsta eigin hund 19 ára gömul sem vakti áhuga minn á hundum með erfiðleika og hvernig best er að aðstoða þá.

Starfaði hjá Hundaakademíunni sem hundaþjálfari frá 2016-2018. Kenndi grunnnámskeið og tókst við ýmis vandamál hunda. Kenndi leikjanámskeið, NoseWork leitarvinnu ofl.

 
20171203_133937.jpg