top of page
82417414_126541955497542_8317962153122332672_n.jpg

Sissa Bjarglind 

Eigandi Hundalífstíls

Íþróttafræðingur, Hundaatferlisráðgjafi og aðskilnaðaratferlisþjálfari

Persónuleg markmið:

Auka merkjamálakunnátta af dýpt hjá almenning
Aukin vellíðan hunda 
Aðstoða hunda sem líða illa

Auka sjálfstraust hunda og manna að vinna saman
Auka Virðingarríkt hundauppeldi með von um að draga úr gömlu aðferðunum.

Hvað finnst mér skemmtilegast að gera með mínum hundum?

Þefgöngu, náttúrugöngur, fjallgöngur, fjallaskíði, skoða landið saman, vaða, NoseWork, Spora, Auka færni með hæfilegum lærdómsaugnablikum, skokka/hjóla, hundafimi, hitta vini.

Um Hundalífstíl

Sissa Bjarglind stofnaði Hundalífstíl formlega í febrúar 2019 eftir að hafa starfað hjá Hundaakademíunni á þriðja ár, starfað sjálfstætt og klárað Hundaatferlisráðgjafagráðu auk annarra réttinda.
 

Sissa brennur fyrir andlegri vellíðan og jafnvægi hunda með leiðbeinendum sínum. Hennar markmið er að auka almenna kunnáttu leiðbeinenda á merkjamáli hunda svo að sem flestir geti aðstoðað hundana sína í átt að bættri líðan og samfélagi manna og hunda.

,,Hundalífstíll varð til vegna ástríðu minnar á hundum og þeirrar frábæru tilfinningar að vera í kringum hunda. Þar af leiðandi ákvað ég að bjóða upp á göngur með hunda mér til vellíðunar eftir smá pásu frá hundaþjálfun síðustu ára. Svo vatt það fljótt upp á sig og Hundalífstíll varð til ❤️''

 

,,Mér þykir mikilvægt að fólk læri tjáningu hunda til að styrkja samband við eigandann.

Hundalífstíll nýtir heildstæðar aðferðir þar sem tekið er til greina allt sem hefur áhrif á

líf hundsins. Aðferðirnar sem ég nota mest kalla ég virðingarríkt hundauppeldi sem svipar

til RIE í barnauppeldi. Því til stuðnings nýti ég jákvæða styrkingu þar sem uppbyggileg

hegðun er styrkt. Refsingar eru aldrei hluti af aðferðum Hundalífstíls.''

Mynd 2022_edited.png
Sigrún Bjarglind Ingólfsdóttir.png

Nám

Aðskilnaðar-atferlisráðgjöf

2021-2022
Diplóma frá skóla Julie Naismith
.

Réttindi 2022: Hundaatferlis-aðskilnaðarráðgjafi

Hundaatfelis-
ráðgjafi

2017-2019
Diplóma frá skóla Sheilu Harper í Englandi. 

Réttindi 2019: IPACS 1
Hundaatferlisráðgjafi

 

NoseWork kennari og dómari

2017

Réttindi NoseWork kennara og dómara frá Sænska kennel klúbbnum. Kennari: Sturla Þórðarson.
Réttind 2017: NoseWork kernnari og dómari.

Íþróttafræðingur

2014-2017

BSc í Íþróttafræðum frá Háskólanum í Reykjavík.
Réttindi 2017: Íþróttafræðingur

Vinna, ýmiss námskeið og endurmenntun

Fyrirlestur um hljóðóþol hunda 2024
September 2024
Else Verbeek hjá Amazing Animal minds

Fyrirlestur um nýjustu rannsóknir á ástæðum hljóðóþols hjá hundum og viðkvæmni. Nýjustu aðferðir í meðhöndlun til að stuðla að bata rætt.

Hagnýt samskipti fyrir daglegt líf 2020
Fyrirlestur atferlisráðgjafa

Hvernig við byggjum upp hunda til að njóta betur lífsins og öðlast færni fyrir daglegt líf.
Fyrirlesturinn fór fram undir nafninu ,, Building relationships through real life skills'' hjá Sheilu Harper.

Hundaþjálfaranám 2016
Karen Pryor
 

Netnámskeið í grunn hundaþjálfun. Helstu hugtök og aðferðir ræddar. Námskeiðið notaði jákvæða styrkingu.

Tellington T-touch 2017
Námskeið

Snerting og nudd getur haft jákvæð áhrif á líðan líkamlega og andlega. Robyn Hood nokkrar helgar.

Ráðstefna hundaþjálfara á Íslandi 2023
Sumar 2023
2 daga ráðstefna fyrsta sinn á Íslandi

Ég hélt fyrirlestur um Aðskilnaðarkvíða hunda. Sat ýmsa fyrirlestra m.a um umhverfisþjálfun hvolpa, stress í hundum, næringu ofl.

Ræktun, meðganga og got 2020
Fyrirlestur HRFÍ

Hvað þurfi að huga að og hvernig við getum stuðlað að örvun hvolpanna frá byrjun. 

Beisli og hreyfing hunda 2016
Fyrirlestur sjúkraþjálfara
 

Hvernig beisli hefur áhrif á hreyfingu hunda og meiðsli. Fyrirlestur sjúkraþjálfara Kolbrún Arna.

Hundaakademían þjálfari 2015-2018
Kenndi ýmiss námskeið

Grunnnámskeið, hvolpatímar, leikjatímar, einkatímar, framhaldsnámskeið.

Jákvæð styrking

Velferð dýra 2022
Nordic ABC

3 daga ráðstefna

Ráðstefna um velferð dýra. Hvernig megi aðstoða hunda og þekkja merki þess að þeim líði ekki nægilega vel og þurfi aðstoð t.d. með lyfjum, nuddmeðferðum, fínhreyfingarþjálfun og atferlisþjálfun. Fremstu sérfræðingar á sínum sviðum.

BAT (Behavior adjustment training) 2017
Námskeið Grishu Stewart

Að aðstoða hunda að líða betur. BAT aðferðir fyrir hunda sem glíma við reactivity / kvíða/stress.

Næring hunda 2016
Fyrirlestur dýralæknis

Hvernig næring getur haft áhrif á andleg og líkamlega virkni.

Sigrún Bjarglind Ingólfsdóttir Certificate.png
314740249_914680942850630_1952368857977359610_n.jpg
bottom of page