Pakkarnir fara alfarið fram í gegnum netið á fjarfundum
Aðskilnaðarkvíðapakkar
Pakkarnir eru sérhannaðir eftir nám mitt við Aðskilnaðarkvíðaskóla Julie Naismith.
Hentar sérstaklega þeim hundum sem grunur leikur á að glími við aðskilnaðarkvíða en einnig þeim sem elta leiðbeinendur sína út um allt eða eru háðir einungis einum aðila sem ekki má fara út úr húsi.
Æfingarkerfið sem ég nota byggir á nýjustu rannsóknum á aðskilnaðarkvíða hunda.
Næst laust
Biðlistinn er almennt um 1-3 vikur. Til að sækja um pakka þarf að ýta á skráninguna efst á síðunni.
Við leggjum áherslu á að vinna undir streituþröskuldi og auka þyngd æfinganna rólega svo teymið nái árangri sem fyrst en á öruggan máta með sem fæstum bakslögum.
Hvernig lýsir aðskilnaðarkvíði sér?
- Sumir hundar glíma við alvarlegastu týpu kvíðans og rífa og tæta, pissa inni, eða gelta stanslaust á meðan enginn er hjá þeim.
Aðrir sýna minni einkenni sem geta verið alvarleg einnig líkt og hvílast ekki, stara á hurðina, væla, krafsa, naga loppuna, sleikja út um, geispa.
Hundur sem hvílir sig ekki mest megnið af tímanum sem við erum í burtu, getur verið merki um aðskilnaðaróöryggi eða kvíða.
Kíktu endilega á þessa grein til að átta þig betur á því hvort hundurinn þinn sé með aðskilnaðarkvíða.
Skráning og upplýsingar
Upplýsingar um innihald og verð er hér að neðan.
Hægt er að skrá sig beint með því að fyllta út eftirfarandi format: Ýttu hér
Sendið mér endilega línu ef einhverjar spurningar vakna: hundalifstill@gmail.com
Áhersla ráðgjafar
Lögð er áhersla á að fara á hraða hundsins og draga úr streituvöldum í lífi hans til að taka sem flest skref í bataferlinu.
Námsefni
Stærð pakkanna fer eftir hve mikla aðstoð þú þarfnast. Allir pakkarnir innihalda námskeiðssvæði þar sem er farið vel yfir hvernig skal útbúa góða æfingaráætlun, hvernig við áttum okkur á framförum, hvað hefur áhrif, hvað við getum gert betur ofl.
Einnig fylgir öllum pökkunum stuðningshópur á Facebook.
Pakkarnir eiga það allir sameiginlegt að vera aðhaldspakkar. Þ.e.a.s að þið fáið sérsniðna æfingaráætlun frá mér daglega út frá þörfum hundsins.
Nú hefur þú ekki lengur afsökun fyrir að æfa ekki aðskilnaðinn. Þú ert mætt/-ur í einkaþjálfun í aðskilnað :)
Aðskilnaðarkvíða - Pakki 1
-
Námskeiðssvæði fyrir aðskilnaðarkvíða (fræðsla auk kennslu á gerð æfingaráætlana, lesturs merkjamáls ofl.)
-
Æfingarskjal til að fylla inn í og fylgjast með
-
Sendir æfingarmyndbönd eftir þörfum
-
Lokaður stuðningshópur á Facebook
-
20 persónulegar æfingaráætlanir (1 mánuður)
-
1 skipti fjarfundur í 60 mín
-
5 skipti fjarfundur í 30 mín í senn (1* í viku)
Verð: 46.000 kr
Aðskilnaðarkvíða - Pakki 2
-
Námskeiðssvæði fyrir aðskilnaðarkvíða (fræðsla auk kennslu á gerð æfingaráætlana, lesturs merkjamáls ofl.)
-
Æfingarskjal til að fylla inn í og fylgjast með
-
Sendir æfingarmyndbönd eftir þörfum
-
Lokaður stuðningshópur á Facebook
-
60 persónulegar æfingaráætlanir (3 mánuðir)
-
1 skipti fjarfundur í 60 mín
-
9 skipti fjarfundur í 30 mín í senn (1* í viku)
Verð: 68.000 kr
Aðskilnaðarkvíða - Pakki 3
-
Námskeiðssvæði fyrir aðskilnaðarkvíða (fræðsla auk kennslu á gerð æfingaráætlana, lesturs merkjamáls ofl.)
-
Æfingarskjal til að fylla inn í og fylgjast með
-
Sendir æfingarmyndbönd eftir þörfum
-
Lokaður stuðningshópur á Facebook
-
100 persónulegar æfingaráætlanir (5 mánuðir)
-
1 fjarfundur í 60 mín
-
12 fjarfundir í 30 mín í senn (önnur hver vika)
Verð: 90.000 kr