Pakkarnir fara alfarið fram í gegnum netið á fjarfundum
Aðskilnaðarkvíðapakkar
Pakkarnir eru sérhannaðir eftir nám mitt við Aðskilnaðarkvíðaskóla Julie Naismith.
Hentar sérstaklega þeim hundum sem grunur leikur á að glími við aðskilnaðarkvíða en einnig þeim sem elta leiðbeinendur sína út um allt eða eru háðir einungis einum aðila sem ekki má fara út úr húsi.
Æfingarkerfið sem ég nota byggir á nýjustu rannsóknum á aðskilnaðarkvíða hunda.

Næst laust
Biðlistinn er almennt um 1-3 vikur. Til að sækja um pakka þarf að ýta á skráninguna efst á síðunni.
Við leggjum áherslu á að vinna undir streituþröskuldi og auka þyngd æfinganna rólega svo teymið nái árangri sem fyrst en á öruggan máta með sem fæstum bakslögum.
Hvernig lýsir aðskilnaðarkvíði sér?
- Sumir hundar glíma við alvarlegastu týpu kvíðans og rífa og tæta, pissa inni, eða gelta stanslaust á meðan enginn er hjá þeim.
Aðrir sýna minni einkenni sem geta verið alvarleg einnig líkt og hvílast ekki, stara á hurðina, væla, krafsa, naga loppuna, sleikja út um, geispa.
Hundur sem hvílir sig ekki mest megnið af tímanum sem við erum í burtu, getur verið merki um aðskilnaðaróöryggi eða kvíða.
Kíktu endilega á þessa grein til að átta þig betur á því hvort hundurinn þinn sé með aðskilnaðarkvíða.
Skráning og upplýsingar
Upplýsingar um innihald og verð er hér að neðan.
Hægt er að skrá sig beint með því að fyllta út eftirfarandi format: Ýttu hér
Sendið mér endilega línu ef einhverjar spurningar vakna: hundalifstill@gmail.com



Áhersla ráðgjafar
Lögð er áhersla á að fara á hraða hundsins og draga úr streituvöldum í lífi hans til að taka sem flest skref í bataferlinu.
Námsefni
Stærð pakkanna fer eftir hve mikla aðstoð þú þarfnast. Allir pakkarnir innihalda námskeiðssvæði þar sem er farið vel yfir hvernig skal útbúa góða æfingaráætlun, hvernig við áttum okkur á framförum, hvað hefur áhrif, hvað við getum gert betur ofl.
Einnig fylgir öllum pökkunum stuðningshópur á Facebook.
Pakkarnir eiga það allir sameiginlegt að vera aðhaldspakkar. Þ.e.a.s að þið fáið sérsniðna æfingaráætlun frá mér daglega út frá þörfum hundsins.
Nú hefur þú ekki lengur afsökun fyrir að æfa ekki aðskilnaðinn. Þú ert mætt/-ur í einkaþjálfun í aðskilnað :)

Alda er rúmlega tveggja ára Border-Collie stelpa með fjórðung af Labrador í sér. Hún kom til okkar eins árs og við þekktum ekkert til aðstæðna hennar áður. Hún er óskaplega blíð, barngóð og hlýðin og fljót að læra. En þegar hún hafði verið hjá okkur í örfáa mánuði sáum við að hún var afskaplega illa haldin af aðskilnaðarkvíða sem fór versnandi.
Í ársbyrjun í fyrra höfðum við því samband við Sissu hundaþjálfara og hún hefur haldið styrkri hendi um þjálfun Öldu frá því í febrúar 2024. Við báðum um krafta hennar áfram og hún hélt áfram að leiðbeina okkur út árið og fram á þetta.
Það var mikill styrkur að því að fá þessa góðu leiðsögn. Framan af fannst okkur stundum eins og ekkert þokaðist og gekk á ýmsu. Smám saman urðu breytingar og nú í ársbyrjun gátum við öll á heimilinu allt í einu keyrt í burtu og skilið Öldu eina eftir tímunum saman. Ef við segjum henni að þetta sé æfing og setjum upp myndavélina eins og við séum að fara að æfa, þá veit hún alveg hvað er að gerast og er róleg.
Hún treystir okkur fullkomlega en það gerði hún ekki fyrir ári síðan.
Okkur finnst þetta ekkert minna en kraftaverk og hefðum aldrei náð þessum árangri
hjálparlaust. Við mælum hiklaust með Sissu! Hún bjargaði okkur alveg og Öldu líka.
Takk fyrir okkur!!
Þór, Sigga og Hákon
Ég og Daisy mín vorum í aðskilnaðarþjálfun hjá Sissu og mæli ég hiklaust með því að fólk nýti sér þessa þjálfun ef hundurinn á erfitt með að vera einn heima. Við lærðum heilmikið af þessari þjálfun og gengur Daisy mun betur með að vera skilin eftir heima núna. Sissa er alveg yndisleg og mikill snillingur. Hún er alltaf tilbúin til að hlusta þegar erfiðlega gengur og hvetur mann stöðugt áfram. Það er gott að leita til hennar þar sem maður finnur að hún veit hvað hún er að gera og er mjög umhugað um að hundunum okkar líði vel. Ég mun hiklaust leita aftur til Sissu ef mér finnst ég þurfi à aðstoð að halda með hundinn minn.
Kveðja.
Margrét og Daisy

Aðskilnaðarkvíða - Pakki 1
-
Námskeiðssvæði fyrir aðskilnaðarkvíða (fræðsla auk kennslu á gerð æfingaráætlana, lesturs merkjamáls ofl.)
-
Æfingarskjal til að fylla inn í og fylgjast með
-
Sendir æfingarmyndbönd eftir þörfum
-
Lokaður stuðningshópur á Facebook
-
20 persónulegar æfingaráætlanir (1 mánuður)
-
1 skipti fjarfundur í 60 mín
-
5 skipti fjarfundur í 30 mín í senn (1* í viku)
Verð: 46.000 kr
Aðskilnaðarkvíða - Pakki 2
-
Námskeiðssvæði fyrir aðskilnaðarkvíða (fræðsla auk kennslu á gerð æfingaráætlana, lesturs merkjamáls ofl.)
-
Æfingarskjal til að fylla inn í og fylgjast með
-
Sendir æfingarmyndbönd eftir þörfum
-
Lokaður stuðningshópur á Facebook
-
60 persónulegar æfingaráætlanir (3 mánuðir)
-
1 skipti fjarfundur í 60 mín
-
9 skipti fjarfundur í 30 mín í senn (1* í viku)
Verð: 68.000 kr

Aðskilnaðarkvíða - Pakki 3
-
Námskeiðssvæði fyrir aðskilnaðarkvíða (fræðsla auk kennslu á gerð æfingaráætlana, lesturs merkjamáls ofl.)
-
Æfingarskjal til að fylla inn í og fylgjast með
-
Sendir æfingarmyndbönd eftir þörfum
-
Lokaður stuðningshópur á Facebook
-
100 persónulegar æfingaráætlanir (5 mánuðir)
-
1 fjarfundur í 60 mín
-
12 fjarfundir í 30 mín í senn (önnur hver vika)
Verð: 90.000 kr