Fyrir stressaða hunda eða fyrirbyggjandi. 

Taumgöngunámskeið

Hentar vel fyrir hunda sem eiga erfitt með að sjá áreiti og/eða vantar frekari samskipti við leiðbeinanda sinn.
Hóp + Einkaþjálfun.


Nýtumst við virðingarríkar aðferðir þar sem stuðst er við jákvæða styrkingu. Lögð áhersla á merkjamál, tengingu við hundinn og að stuðla að vellíðan hundsins í daglegu lífi.

P5160063.JPG
Taumgöngu auglýsinga mynd.jpg

Næsta námskeið

Hafnarfirði 28.ágúst 2022 
Keflavík 28.ágúst 2022
Fjarnámskeið 29.ágúst 2022 (sjá sér flipa fyrir það).

Einnig upplýsingar á viðburðum á Facebook.
 

* Hafnarfirði Byrjar 28.ágúst 2022
Hópatímar A: kl 17:00 -18:30 (fyrsti tíminn kl.16:30-18:30)
Hópatímar B: Kl.18:30 - 20:00 (fyrsti tíminn kl.18:30 - 20:30)

* Keflavík byrjar 28.ágúst 2022
Hópatímar A: kl. 11:00 - 12:30 (fyrsti tími kl.10:30 - 12:30)
Hópatímar B kl. 12:30 - 14:00 (fyrsti tími 12:30 - 14:30)

Námskeiðin sem byrja í HFJ og Keflavík:
Mán  8.ágúst Hópatími 2 klst
15-22.ágúst Einkatími nr.1 í 30 mín

Mán 22.ágúst Fjarfundur 60 mín kl.20:30
23-29.ágúst Einkatími nr.2 í 30 mín
Mán 29.ágúst Hópatími 90 mín
Mán 5.sept Hópatími 90 mín
Mán 12.sept Hópatími 90 mín


8 Skipta námskeið 
Hópatímar eru 5 skipti í 90 mín í senn
Einkagöngur eru 2 skipti í 30 mín í senn
Fjarfundur 1 sinni í 60 mínútur


Fáir í hóp til að stuðla að góðri upplifun fyrir hvern og einn.
Verð Grunnur Hafnarfirði: 40 þúsund á hund.
Verð Grunnur Keflavík: 45 þúsund á hund
Verð Framhalds: 20 þúsund á hund

Byggt upp fyrir stressaða hunda en hvolpar velkomnir til að fyrirbyggja vandamál.
Skilyrði að hvolpurinn sé búinn með þriðju sprautu (11.vikna sprautuna)

Skráning og upplýsingar

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á viðburði námskeiðsins á Facebook hjá Hundalífstíl.

Hægt er að skrá sig beint með því að fyllta út eftirfarandi format: Ýttu hér

Sendið mér endilega línu ef einhverjar spurningar vakna:   hundalifstill@gmail.com

Hvolpur í taumgöngu að skoða lífið á Taumgöngunámskeiði

Áhersla námskeiðs

Lögð er áhersla á merkjamál og traust samskipti til að skilja hundinn og geta gripið inn í á réttan máta. Unnið er með sjálfstraust hundsins, val, öryggi, auka samskipti, vinna með áreiti auk annarra atriða.

Námsefni m.a

* Merkjamál og stress
* Taumgöngur
* Umhverfisnotkun
* Leitarvinnu
* Jákvæð styrking og æfingar
* Merkjamál innkalls og æfingar
- Æfingarhefti með æfingunum og áherslum
- Skráningarskjal æfinga
- Stöðumat (skráningarskjal)
- Létt könnun á hvar þú standir í merkjamáli