Taumgöngunámskeið Hóp/Einkaþjálfun

Næstu námskeið byrja 3,maí 2021 í Garðabæ

Hentar fyrir hvolpa, byrjendur jafnt og fullorðna hunda sem eiga við vandamál að stríða. Námskeiðið er sett upp í formi hóp- einkaþjálfunar þar sem námsefni eru fyrirlestrar í myndbandsformi og greinar. Námskeiðið er í heild 5 skipti þar sem þrjú skipti eru með hóp og tvö skipti eru einkatími. Lögð er áhersla á merkjamál og traust samskipti til að skilja hundinn og geta gripið inn í á réttan máta. Unnið er með sjálfstraust hundsins, val, öryggi, auka samskipti, vinna með áreiti sem hentar og almenn vandamál líkt og gelt og tog.

Næsta námskeið verður haldið í Garðabæ á eftirfarandi tímum:
2021
Skráðu þig með því
að ýta á þennan link


Námskeiðið eru 5 skipti sem skiptast í einka og hóptíma.
Á mánudögum Hópur 1 kl.17:00 -18:30 FULLUR
Hópur 2 kl.18:30 - 20:00 Laust

Skráning fer fram á hundalifstill@gmail.com eða í messenger á Facebook.
Til að skoða viðburðina á Facebook, farið undir ,,viðburðir'' Ýtið hér fyrir Facebook síðu Hundalífstíls

Hundalífstíll notast einungis við aðferðir sem að stuðla að uppbyggingu sjálfstraust hundsins og heilbrigði, með aðferðum Virðingarríks uppeldis (svipað RIE) og jákvæðrar styrkingar.