NoseWork

Næsta námskeið byrjar 10.maí 2021
Draga úr stressi

NoseWork er leitarvinna sem hentar bæði hundum og eigendum sem eru algjörir byrjendur og þeir sem eru vanir. Þessi týpa af leitarvinnu er sérstaklega ætluð hundum sem eru stressaðir og/eða þurfa á áhugamáli á að halda. Fyrir áhugasama er hægt að keppa í NoseWork hjá Félagi Íslenska NoseWork Klúbbsins (ÍNWK).

NoseWork er týpa af leitarvinnu sem var fundin upp til að aðstoða hunda að draga úr streitu. Leitarvinnan er sérlega skemmtileg fyrir hundinn og skemmtileg aðferð til að styrkja samband hunds og eiganda. Hundar sem eru haldnir stressi, streitu eða kvíða geta fengið útrás, lækkað stresshormón og styrkt sjálfstraust með NoseWork og hentar þeim því afar vel.

Einnig er hægt að keppa í NoseWork fyrir áhugasama.
Hundalífstíll er með réttindi frá Íslenska NoseWork klúbbnum (ÍNWK) sem sér um keppnir.

NoseWork grunnnámskeið Verð: 25 þúsund
6 skipti, hvert í 90 mín í hóp
Skráðu þig með því að fylla út þetta format
: Ýttu hér
 

þefa