top of page

Skynsamleg hundasamskipti sín á milli

Updated: Nov 30, 2020


Hundar líkt og mannfólk eru mismunandi mikið kurteis og fær í samskiptum. Bæði að miðla því sem þau þau vilja tjá, því sé tekið á meintan máta, að geta tjáð sig á skýran máta og að hafa sjálfstraustið til þess að tjá sig. Hundar sem hafa upplifað erfið samskipti, atvik eða áföll geta átt í erfiðleikum með að vinna úr upplifunum og/eða ekki áttað sig á skynsamlegri leiðum. Hundar sem lenda í óþægilegum samskiptum, sérstaklega ef það er alvarlegt atvik eða endurtekin hegðun, eiga það til að sýna öðrum hundum miður skemmtilega hegðun sér til varnar. Sumir hundar taka upp svipað samskiptamunstur og þeir upplifðu sjálfir til að vera vissir um að slík hegðun sé ekki tekin aftur upp við þá. Aðrir hundar hafa ekki upplifað æskilega hegðun frá skynsömum rólegum hundi áður eða ekki verið í stakk búnir til þess að meðtaka samskiptin. Þá hafa þeir færri góð verkfæri í verkfærakistunni til að nýta í samskiptum sínum við aðra.
Þegar um óheilbrigð samskiptamunstur er að ræða kemur það gjarnan fram á þann máta að fólk áttar sig ekki endilega á að um óþægilegar aðstæður sé að ræða fyrir hundinn. Fyrri samskiptin gætu til að mynda komið fram þegar hundarnir hittast. Hundur A segir hundi B að hann ætli sko alls ekki að kynnast honum, með því að hlaupa urrandi og boffsandi að honum með stífum líkama. Hundur B hræklast í burtu enda brugðið við ofsafengin viðbrögðin. Einnig getur það komið fyrir þegar hundur B kemur of hratt að hund A og þefar að honum að aftan. Þá hefur hundur A ekki áhuga á þessum rosalega persónulegu kynnum sem honum finnst líklegt að gætu valdið honum vandræðum. Því rekur hann hundinn burt. Svo eru það hundarnir sem að láta ekki aðra hunda vera. Hlaupa að þeim í gríð og erg og taka ekki mark á því sem hinir hundarnir segja. Beiðni þeirra um smá frið, smá persónulegt svæði er hunsuð algjörlega. Hundar sem að þefa af þeim ítrekað þrátt fyrir að vera beðnir um að fara frá. Þeir hunsa gjarnan beiðni hinna hundanna um að fara, þó svo að þeir séu farnir að nota hljóð (urr,boffs,gelt) og hærri stig líkamlegrar tjáningar líkt og sýna tennur.

Það er mjög mikilvægt að hundar læri að jafnvægi í samskiptum borgi sig. Að þeir læri ekki af öðrum hundum að tjá sig á þann máta sem getur valdið þeim annarsskonar vandræðum. Þess vegna er mikilvægt að hindra slæma reynslu í bernsku og táningsárum. Það eru mótunarár hundsins, þá sérstaklega hvað varðar geðslag, jafnlyndi og skynsemi. Þar af leiðandi er mikilvægt að leita að rólegum hundum þegar verið er að sinna félagslegu hlið hunda eða svokallaðri umhverfis og félagslegri þjálfun. Það er sérstaklega mikilvægt að hugsa vel um hverskonar hundur hittir hvolpinn og táninginn okkar. Við leitumst eftir hundi sem kann að tjá sig vel á rólegan máta og tekur skynsamlegar ákvarðanir. Hundur sem kann að vera ekki stanslaust utan í öðrum hundum, gefur þeim frið og dundar sér við sitt á kurteisan máta.

Skynsemi í tjáningu á milli hunda er í grunninn að hundur geti tekið sig frá aðstæðum og öðrum hundum. Að hundurinn sæki ekki í að vera alltaf með hinum hundinum heldur fari stundum frá sjálfur að þefa, fari að skoða eitthvað sjálfur, komi svo aftur að spjalla við hinn hundinn og skoða með honum, svo kannski rölta smá í sitthvoru lagi og svo framvegis. Að þeir séu ekki stanslaust saman. Þegar hundar hitta aðra hunda er mikið álag á þeim vegna stöðugra samskipta. Þeir þurfa að tjá hinum hundinum með líkamstjáningu, allan tímann, að þeir séu vinalegir og rólegir. Hundar gera reyndar slíkt hið sama við okkur mannfólkið, að hafa fyrir því að sína okkur kurteisi stanslaust, en þeir átta sig á að við erum ekki alveg jafn góð í líkamstjáningu og hvuttarnir 😉 Við erum almennt mjög ókurteis á hundamáli en það er efni í aðra grein 😊


Þegar við kennum hundum að vera skynsamir og kurteisir hundar þurfum við að hafa í huga það sem er talið hér að ofan. Ef að hundurinn þarf aðstoð við að verða kurteisari, þá verðum við að stíga inn í aðstæðurnar og kenna það. Hundar læra hverjir af öðrum hegðun að miklu leyti en einnig af eigendum sínum. Því er gott að nota öll tækifæri þar sem um ókurteisa hegðun er að ræða og leiðrétta hundinn. Benda honum á kurteisari hegðun og skynsamlegri valkosti. Til að mynda að taka hvolpinn frá og bíða þar til hann hefur róast, fara á milli hunda sem eru ókurteisir til að fá þá til að þefa. Fá hundana til að hugsa um eitthvað annað en bara hvor aðra, ganga af stað og hafa umhverfið áhugavert.Dæmi 1: Hvolpur hittir eldri hund og vill stanslaust leika. Eigendurnir eru að spjalla saman og leitar sá eldri til eiganda síns til að reyna að fá frið fyrir hvolpinum. Þá er kjörið tækifæri fyrir eiganda hvolpsins að fá hann til sín þar sem eldri hundurinn er augljóslega að reyna að fá frið fyrir hvolpinum. Hvolpurinn lærir þá að það er ekki alltaf tími til að leika og að virða mörk annarra hunda.
Dæmi 2: Tveir hvolpar eru að ærslast saman í fyrsta skiptið. Það líða örfáar mínútur þar til annar þeirra er orðinn móður með tunguna úti og sest oft niður smá frá hinum hvolpinum. Hinn hvolpurinn heldur áfram að hlaupa ört að fyrri hvolpinum og ærslast og leikbíta hinn hvolpinn. Hér ættu eigendur að stíga inn í og bjóða báðum hvolpum að taka pásu. Hundar sem setjast á rassinn eru að biðja um frið og ró. Þegar hvolpar eru orðnir mjög æstir, móðir eða trúðalegir í hegðun er kominn tími til að taka pásu frá leiknum. Ef teknar eru reglulegar pásur og hundunum kennt að það sé eðlilegri hegðun heldur en að halda alveg stöðugt áfram í langan tíma, þá læra þeir betur að taka sig frá leik og að sína hvor öðrum mörk og taka það til sín. Sætta sig við mörk annarra hunda og verða kurteisari fyrir vikið.
Dæmi um kurteisa hegðun milli ókunnugra hunda:

- Ganga að hundi með sveigðan líkama eða taka sveig

- Höfuð ögn niðri, líkami slakur

- Þefar að rassi fyrst fremur en andliti

- Þykist þefa eða þefar af einhverju í kringum þá t.d. gróðri

- Fer frá hundinum og kemur af og til til hans. Geta verið frá hvor öðrum

- Sína áhuga á lyktum saman og geta leyft hvor öðrum að þefa af lyktinni


Dæmu um ókurteisa/ógnandi hegðun milli ókunnugra hunda:

- Hlaupa að hundi, ekki með sveigðan líkama eða tekur sveig

- Stífur líkami, höfuð hátt, stífur munnur lokaður

- Þefa fyrst af andliti

- Stalkar hundinn, leyfir honum ekki að þefa af öðru í friði eða komast frá sér almennilega

- Leyfir hinum hundinum ekki að þefa í rólegheitum af umhverfinuÞegar við veltum fyrir okkur hvort að hegðun sé skynsamleg er gott að hafa það sem viðmið hvort að hundar myndu stunda svona hegðun sem heilsteypt fjölskylda ef þeir væru einir í óbyggðum án manna. Ef ekki, þá vantar hundinum líklega ögn aðstoð við að læra skynsamlegri hegðun sem leiðir til færri árekstra og ljúfara lífs.


Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page