Hvað þarf hundurinn að kunna? Í alvöru
top of page

Hvað þarf hundurinn að kunna? Í alvöru

Updated: Dec 1, 2020

Hvað þarf litli sæti besti vinur okkar virkilega að kunna til að lifa góðu lífi með mennsku fjölskyldu sinni og mögulega öðrum dýrategundum?

Mér finns persónulega að þessi spurning sé algjör lykilspurning í uppeldi dýra. Því á þann máta getum við áttað okkur betur á hvað nauðsynlegt er fyrir hundinn að læra til að geta lifað í sem bestu jafnvægi út lífið og hvað það er sem við þvingum upp á hunda okkur til ánægju eða skemmtunar. Því margt af því sem hundar læra almennt er mennsk hugsun um krúttleika eða eitthvað sem okkur finnst sniðugt eða jafnvel fyndið. Eitthvað sem við getum gortað okkur af við aðra að hundurinn okkar kunni að framkvæma. En á hvaða hátt mun sú hegðun eða athöfn aðstoða hundinn í að verða betri útgáfa af fullorðnum skynsömum hundi og fjölskyldumeðlim?


Sumir hugsa um trix sem heilaleikfimi fyrir hunda, en margt annað er hægt að nota í stað trix þjálfunar til að virkja heilann og þreyta hugann. Hundur myndi aldrei út í náttúrunni t.d. gefa high five, sikk sakka eða annað sem okkur dettur í hug. Hundar í náttúrunni lifa í jafnvægi með hvor öðrum þar sem stundum er leikið í smá stund og svo tekin hvíld. Þar sem mikið er verið að nota nefið til upplýsingaöflunar og fæðuleitar. Þar sem samskipti eru mikil og einhæfar hreyfingar eru nánast ekki til. Því er spurning hvort að heilaleikfimi sem er náttúrulegri fyrir hunda henti þeim betur heldur en hegðun sem þeim finnst þjóna minni tilgangi. Flestir hundar eru mjög hrifnir af nammibitum, að þefa og að njóta náttúrunnar. Það er hægt að stuðla að þessum áhugamálum hunda, þeirri ánægju sem þeir fá út úr náttúruupplifunum, þefi og að fá sér nammi og jafnframt á sama tíma virkjað heilann ögn meir með fjölbreyttum æfingum.

Margir þefleikir eru dæmi um náttúrulegri heilaleikfimi og um að gera að prófa sig áfram í þeim. Það er afskaplega skemmtileg afþreying til að stunda með hundinum og styrkir samband hunds og manns. Þefæfingar þurfa als ekki að fara fram út í náttúrunni, þeir geta farið fram í garðinum heima, inni, eða nánast hvar sem er. En gott er að hafa í huga að hafa ágætis næði sérstaklega fyrst um sinn. Að áreiti sé í lágmarki þ.e þá sérstaklega að aðrir hundar, kettir, bílar, fólk sé ekki nálægt og valdi ekki óþarfa álagi á hundinn.

Recent Posts

See All
bottom of page