top of page

Nosework, hvað er það?

Updated: Aug 16, 2021

Nosework er tegund af leitarvinnu fyrir hunda sem er byggð upp fyrir almenning með blendinga jafnt sem hreinræktaða hunda, til að tengjast hundunum sínum og aðstoða þá að draga úr streitu.


Í Nosework leitar hundurinn að ákveðinni lykt og er áhersla lögð á að leiðbeinandi hundsins læri að lesa hundinn við leitina. Hundurinn fær þá tækifæri til að þróa sitt eigið merki sem gefur til kynna hvar lyktin er staðsett. Á þennan máta verða leitirnar eins mikið á þeirra grundvelli og hægt er.Nosework er hugsað sem þeirra íþrótt, þeirra tími í áhugamálinu þeirra. Við leiðbeinum og erum til staðar auk þess að njóta samskiptanna með hundinum. Nosework er mun meira krefjandi heldur en að leita að nammibitum í grasi eða innandyra og því skemmtileg viðbót fyrir snjalla hvutta.


Það sem er svo frábært við Nosework er að æfingarnar eru auðveldar fyrir leiðbeinandann, fljótlegar og ódýrar leiðir til að koma til móts við þarfir og áhugamál hundsins. Það eina sem þarf er filter, lyktin og nammi.
Nosework fer fram í þremur erfiðleikastigum eða lyktum. Fyrsta stigið er Eucalyptus, annað stigið er Lárviðarlauf og það þriðja er Lavender lyktin.


Byrjendur byrja á að kynna hundinn fyrir Eucalyptus lyktinni í vatnslausn. Fyrstu leitir snúast um að kynna hundinn fyrir leitarsvæðum, hvert verkefnið er, auk lyktarinnar. Smám saman eru leitirnar gerðar meira krefjandi með staðsetningum, svæðum, hitastigi, lofti o.fl.


Lyktin er sett í filter (mjúkt efni sem er sett undir stóla svo þeir rispi ekki gólfið), en þegar lyktin er komin í kallast það fela.


Hægt er að keppa í Nosework leitum hjá sínum þjálfara eða Íslenska Nosework klúbbnum. Til að geta keppt þarf að standast lyktarpróf þar sem hundurinn sýnir fram á að skilja verkefnið og þekkja lyktina. Algengt er að stressaðir hundar æfi Nosework og hafi gaman af og sumir jafnvel ákveða að reyna á að keppa í íþróttinni. Þá er hægt að sækja mót í Clear Round, en þær keppnir eru miðaðar að stressuðum hundum. Þá fer hundurinn í gegnum allar fjórar leitir hverri á eftir annarri og getur svo farið af leitarsvæðinu, út í bíl eða jafnvel heim. Þá þarf stressaður hundur ekki að sjá aðra hunda í kringum leitarsvæðið.


Myndbönd segja meir en þúsund orð Fyrir hverja er Nosework leitarvinna: https://youtu.be/4x3fXIAS1m8


Svona fer Nosework leitarvinna fram: https://youtu.be/SSh7XU24tPI Hundalífstíll býður upp á námskeið í Nosework leitarvinnu fyrir allar tegundir og aldur154 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page