top of page

Gott innkall

Updated: Dec 1, 2020

Að æfa gott innkall krefst æfingar auk þess sem vinna þarf í að byggja upp samband milli hunds og manns. Það þýðir lítið að ætla að æfa innkall með því að skamma hundinn fyrir að koma ekki, því þá hefur hann als engan áhuga á að koma til þín. Það getur reynst hættulegt þegar eitthvað ber upp á. Því er verðugt að skoða hvernig samskipti milli eiganda og hunds er háttað. Þarf að skoða hvernig sambandið er uppbyggt? Er mikið um skammir, neitanir, tog og almenn leiðindi? Eða einkennist samband ykkar upp af samvinnu, virðingu, samskiptum og öryggi? Hið síðarnefnda er það sem við stefnum að. Það er draumur hvers hundaeiganda að eiga öruggt og gott samband með hundinum sínum. Sérstaklega til að sporna gegn hættulegum aðstæðum.


Við byggjum upp gott samband við hundana okkar með því að hafa virðingu fyrir hundinum sem einstakling. Aðstoða hundinn í þeim aðstæðum sem reynast þeim ofviða, hvort sem þeir átta sig á því eða ekki. Geta greint þar á milli og rýnt í aðstæður með merkjamálið að vopni.


Af hverju er gott að byrja að pæla í því áður en innkall er æft?

Því að það er ekki hundinum eðlislægt að þjóta til okkar óhikað, ef aðstæður segja til um að það sé óskynsamlegt. Ef að við erum ekki þeim mun betri að okkur í merkjamáli hunda og búin að æfa okkur að sjá merkjamál margra hunda á sama tíma, þá getur vel verið að merki og samskipti fari framhjá okkur í hópi hunda. Jafnvel þegar það er bara einn annar hundur, þar sem samskiptin geta farið hratt framm. Ef að hundurinn okkar kemur ekki um leið og hann er beðinn um það, þá er ekki þar með sagt að hann sé að óhlýðnast. Mögulega hefur hann tekið eftir merkjum frá hinum hundinum sem benda til þess að, það að hlaupa hratt til eiganda síns, sé ekki viturlegt. Það geti valdið því að aðstæður verði erfiðar hratt. Þegar hundar eru í erfiðum aðstæðum og reyna að biðja aðra aðila að róa sig niður, þá gera þeir það með hægu og rólegu atferli. Það að hlaupa hratt gefur ekki góða raun af sér til að róa niður aðstæður.


Hvernig æfum við gott innkall?

  • Veljum rétt augnablik. Þegar hundurinn er ekki upptekinn við eitthvað annað.

  • Verum með mannamat sem verðlaun (t.d. lifrarpylsu, kjúkling)

  • Hrósum

  • Búum til auka verðlaun t.d. leik, leitaræfingu

  • Notum orð sem er ekki ofnotað (,,komdu'' er oft notað óspart heima við)

  • Verum glöð með frammistöðu hundsins

  • Verum jafn ánægð þegar hundurinn kemur um leið og hann er beðinn um það, og ef hann kemur eftir smá. Fyrir honum kom hann strax ;) Hann er að læra og mögulega sýna merkjamál við annað dýr/manneskju

  • Æfa innkall við mismunandi aðstæður (passa að það sé ekki bara þegar farið er í bílinn = leiðinlegt að fara í bílinn og í taum).

  • Æfa innkall spontaneous, ekki alltaf á fyrirframm ákveðnum æfingartíma með röð endurtekninga. Höfum gaman :)

Vera þolinmóð. Skilja að æfingin getur tekið tíma fyrir hundana okkar, enda eins ólíkir og þeir eru margir. Að hvolpar geta átt erfitt með að átta sig á að koma strax, þar sem lífið getur verið svo rosalega spennandi. Að eldri hundar sjá kannski ekki tilganginn í æfingunni, þar sem þeir hafi ekki æft innkall áður. Reynum að hafa gaman af og ,,put them up to success !''Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page