Taumar og notkun þeirra
top of page

Taumar og notkun þeirra

Updated: Dec 1, 2020

Hvernig taumur er notaður?

Gott er að hugsa um hvernig taumur er notaður fyrir hundinn til að vera viss um að hann henti hundinum. Taumur og beisli eru einna mikilvægustu hlutirnir sem við þurfum að eiga fyrir hundinn. Hvorutveggja er nýtt flesta daga ársins, í alskonar veðri og við alskonar aðstæður. Fyrir litla hunda þarf að hugsa um að taumurinn sé ekki of þungur, en gott er að hafa þykkari taum fyrir stærri hunda. Gott handfang aðstoðar okkur að missa tauminn ekki úr höndunum og gott grip gerir gæfumun fyrir marga hundaeigendur. Hægt er að kaupa tauma sem eru með gúmmí gripi sem er mun stamara heldur en venjulegir taumar. Gott er að taumurinn sé nokkra metra langur svo að hundurinn hafi svigrúm til að spretta ögn úr spori (teygja smá úr sér) og þefa vel í kringum sig. Einnig þarf að taka inn í myndina að hundar eru með stærra persónulegt svæði heldur en fólk og vilja því vera fjær okkur en við myndum gera í göngutúr með barni eða fullorðnum. Fyrsta skrefið þegar hundur togar mikið í taum er gjarnan að kíkja á hvort að taumurinn er einfaldlega of stuttur og því líði hundinum óþægilega og fái lítið út úr göngunni. Taumur sem er 1-2 metrar er í öllum tilvikum of stuttur nema um sérstaka æfingu sé að ræða eða inn og út úr bílnum.

taumur

Munurinn á teygjutaum (flexy) og venjulegum taum Teygjanlegur taumur sem halast inn í handfang getur verið kostur fyrir ákveðna aðila, þá aðallega eigandann. Alla jafna henta teygjutaumar hundum ekki til að byggja upp sterkara samband eða til að draga úr óæskilegri hegðun. Þegar hundur er í teygjutaum þá er engin snerting á taumnum sjálfum frá manneskjunni svo að taumurinn er notaður ónákvæmlega, t.d. erfiðara að benda hundinum á að stöðva rólega. Einnig gerir teygjutaumurinn það að verkum að það er ákveðið tog, stanslaust á taumnum. Það ýtir undir að hundur átti sig illa á að fólk vilji ekki vera togað áfram (nema stundum skv.skipun). Með venjulegum óteygjanlegum taum er auðveldara að biðja hund að stöðva í rólegheitum með taumnotkun. Hundurinn finnur betur fyrir því þegar við hægjum smá á, þegar við drögum tauminn inn af einhverri ástæðu, þegar við bjóðum honum að nýta meiri lengd ofl. Hundurinn er líklegri til þess að læra, að fylgjast betur með taumnum, manneskjunni og hennar líkamstjáningu.



Lína Mjög langur taumur er jafnan kallaður lína. Yfirleitt taumur sem er lengri en 10 metrar. Gjarnan er lína úr siglínum eða svipuðu harðgerðum efnum. Gott er að nota línu í fjallgöngum og göngum út fyrir borgina ef hætta er á að missa hundinn frá sér. Hægt er að láta línuna dragast á eftir hundinum eða hala henni inn sjálfur. Margir búa sér til eigin línur, það er í flestum tilfellum lítið mál. Setjið það í leit á youtube og þið finnið góð myndbönd þar 😊 Taumur=leash. Tip: Passa að sylgjan sé vel gerð og nægilega sterk. Mín hefur brotnað hjá sterkum hundi 😉

Hvernig er gott að nota tauminn.



Hundaþjálfarar nota tauma á mismunandi máta og eru ákveðnar ástæður fyrir því. Hundalífstíll hugsar um tauminn sem tengingu við hundinn. Ég reyni að vera eins varfærin með tauminn og hægt er, svo að hundurinn læri að ég sé að tjá hvað ég vil með taumnum en þurfi ekki t.d. að segja honum hægja á sér, stöðva eða beygja. Á þennan máta styrkir maður sambandið við hundinn og hann verður meðvitaðri um manneskjuna á enda taumsins. Í einfaldari orðum þá er taumurinn ekki laflaus en als ekki stífur. Sumir vilja hafa tauminn ávallt lausan og er það einnig ágætt fyrirkomulag í jákvæða átt. Að toga eða kippa í taum aðstoðar eiganda afar lítið við að hafa vald á hundinum líkt og kenningar í sálfræði og hundaatferlisfræði hafa sýnt fram á. Til lengri tíma virka aðferðir trausts, sambands, virðingar og jákvæðrar styrkingar mun betur og lætur bæði eiganda og hundi líða betur.


Recent Posts

See All
bottom of page