top of page

Beisli eða hálsól

Updated: Dec 1, 2020

Í dag er almennt viðurkennt að betra sé að hafa hunda alla jafna í beisli heldur en í hálsól þegar farið er í taumgöngu. En það er vegna þess álags sem leggst á hálsliðina við álag frá taum. Ef kippt er í taum óvart leggur það mikið álag á hálsliði hundsins auk þess sem hann getur misst við það andann og brugðið við þessa óþægilegu reynslu. Ef hundur æsist við að sjá eitthvert áreiti og strekkir á taumnum leggst álagið á hálsinn. Hundur í slíku ástandi gerir sér ekki endilega grein fyrir óþægindunum, lætur sig hafa það eða er orðinn vanur því.


Hálsólar eru nýttar til að merkja hunda í öryggisskyni ef þeir týnast. Margir taka hálsólar af hundum innandyra og eru bæði góð rök með því og á móti. Það verður hver að ákveða fyrir sig. Aðallega er þá verið að benda á að hálsólar eru eflaust óþægilegar til lengdar, hundum klæjar gjarnan undan þeim og mörgum daglega. Þær geta verið íþyngjandi eða fyrir þeim þegar þeir eru að reyna að koma sér vel fyrir. Það þarf ávallt að huga að því að hafa hálsól nægilega breiða svo hún skerist ekki inn í háls hundsins og að hún strekkist ekki að hálsi hans. Hálsólar eiga að vera léttar svo þær séu sem þægilegastar. Hálsólar sem strekkjast við tog eru bannaðar, en hálf strekkjanlegar eru enn leyfðar en afar óæskilegar. Þær stoppa blóðflæði til heila sem hefur slæm áhrif á heilastarfsemi hundanna. Auk þess sem það grefur undan sambandi hunds og manns fyrir hundinn að lenda í slíkum aðstæðum af hendi eiganda.

Notkun hálsóla tengda við taum, í stað beisli og taums er í sumum tilfellum það sem hundurinn þarf á að halda vegna einhverra ástæðna. Til að mynda vegna eymsla, hræðslu við beisli, gamall og óvanur beisli ofl.

Tip: Passa að merkispjaldið sé á góðum sterkum hring sem opnast ekki með tímanum. Það getur valdið slysum.


Beisli Nú til dags nota flestir beisli þar sem þau hefta ekki blóðflæði. Beisli fara flest yfir höfuð hunds og liggja á herðum og undir kvið. Til erum margar tegundir beisla og gerðir af þeim sem ég ætla ekki að fara ítarlega út í hér. Beisli ætti ekki að skerast upp við framfætur heldur að liggja það aftarlega að nægilegt rými er fyrir framfætur að hreyfast eðlilega. Horfið ykkur til gamans á axlir hundsins þ.e framfætur hundsins sem leiða upp á kambinn. Framfæturnir eiga að geta hreyfst auðveldlega framm og aftur í beisli án þess að beisli hefti hreyfinguna. Beisli sem eru mikil um sig, til að mynda þau sem eru með spjald ofan á hundinum eru mjög oft heftandi fyrir hreyfingar hundsins og því óþægileg fyrir þá. Næst skulum við skoða hvernig beislið á að vera framan á hundinum. Beislið ætti ekki að fara ofar en bringubein hundsins. Bringubeinið liggur framan á hundinum, þið finnið það með því að klappa bringunni miðri upp og svo hættir beinið.


Fyrir prinsessur og prinsana er hægt að fá fóðruð beisli og í alskonar litum. Athugið að fyrir sumar tegundir er fóðrunin kannski eitthvað sem er óhentugt fyrir hundinn vegna felds eða hundinum finnist fóðrunin óþægileg. Einnig er hægt að kaupa mismunandi beisli fyrir mismunandi tilefni. Taumgöngubeisli, fjallgöngubeisli, dragbeisli ofl.


Recent Posts

See All

Comentários


Os comentários foram desativados.
bottom of page