top of page

4 atriði að bættri taumgöngu

Writer's picture: Sissa hjá HundalífstílSissa hjá Hundalífstíl

Updated: Dec 1, 2020

Það er ekkert eitt rétt ráð sem virkar á alla hunda né er hægt að setja niður tæmandi lista og segjast hafa lagað vandamálið að fullu. Því eigandinn þarf ávallt að hafa vakandi auga hvort að gamlar tilfinningar gagnvart aðstæðum séu að seytla aftur upp á yfirborðið.


Að því sögðu ætla ég samt sem áður að benda á 10 algenga hluti sem einfalt er að prófa og athuga hvort að þau aðstoði hundinn þinn við að takast á við aðstæðurnar. Við þurfum ávallt að hafa í huga að eitt vandamál getur tengst mörgum atriðum og verið einkenni annars vanda.

Til að mynda ef einstaklingur A er spurður hví hann sé svo uppstökkur og pirraður í dag. Einstaklingur B svara því til að það sé vegna þess að hann fékk ekki útborgað á réttum tíma. Einstaklingur A gerir þá ráð fyrir því að svo sé, ef hann horfir ekki á líkamstjáningu og hlustar á blæbrigði, eða að einstaklingurinn felur það ansi vel. Sá uppstökki fer svo heim og segir frúnni frá erfiða deginum sínum. Hann nefnir að hann svaf yfir sig í morgun og varð því stressaðri en venjulega þegar dagurinn byrjaði. Þar af leiðandi hafði hann ekki tíma til að borða morgunmat og gleymdi ræktarfötunum sem olli því að hann komst ekki í ræktina í hádeginu. Í vinnunni hellti hann kaffinu yfir lyklaborðið og prentarinn bilaði. Í hádeginu mundi hann svo loks af hverju hann væri óvenju þungur á sér, vegna þess að það væri kominn upp dánardagur náins ættingja. Í þokkabót fékk hann ráðningu frá yfirmanni sínum og sprakk á bílnum á leiðinni heim en hann ekki með varadekk. Það er ansi auðvelt að verða þungur á sér og þreyttur andlega þegar hlutirnir ganga á afturfótunum allan daginn, hvað þá í nokkra daga. Ef við bætum svo stressi við sem veldur streitu til lengri tíma getur það valdið okkur meiri skaða. Streitu getur fylgt svefnleysi, þyngartap eða aukning, minnisleysi ofl. Þegar hundur fer í aðstæður sem honum finnst hann ekki ráða við og hann bregst við á þann máta sem hann kann t.d. gelta., þá er stressið orðið frekar hátt. Því miður fara hundar ekki í Yoga svo það þarf að finna sér aðra lausn til að aðstoða hundinn að afstressa sig. Þefa! og hvíld. Þegar hundar lenda í aðstæðum sem eru erfiðar hvern dag, byggist stressið upp og verður að streitu sem hefur þau áhrif á hundana að þeir eiga erfiðara og erfiðara með að takast á við aðstæðurnar. Þeir fara að gelta meira, toga meir, eða fara akkurat í hina áttina að vilja leggja á flótta. En ef hann hefur lagt í vana sinn að gelta á það sem honum finnst óþægilegt er líklegra að sú hegðun aukist og verði ýktari.



1) Nægilega langan taum


Taumurinn er mikilvægt vinnutól. Ef taumurinn er of stuttur heftir það hundinn í því sem honum langar svo rosalega mikið að gera og hann hélt að þið væruð að fara út í göngu til þess að gera. Þefa! Það snýst ansi margt um að þefa líkt og sem betur fer margir hundaeigendur hafa tekið eftir. Ef hundurinn þinn þefar lítið endilega finndu þér skemmtilega æfingu til að auka áhuga hans á að nýta nefið sitt. Ef taumurinn er nægilega langur finnur hundurinn sig betur í göngutúrnum og róast mikið við það eitt. Margir uppgötva það að þegar hundurinn fær lengri taum, lærir hundurinn það fljótlega að óþarfi sé að toga eigandann áfram. Win Win. Sáttari hundur, sáttari eigandi.


2) Prófa beisli

Þeir sem hafa ekki prófað beisli í stað hálsólar við taumgöngu, ættu endilega að athuga hvort að munur verði á taumgöngunni. Fyrir suma hunda hjálpar töluvert að skipta yfir í beisli því hundinum líði betur í göngunni með tog í beislið heldur en hálsólina. Sáttari hundur, sáttari eigandi.


3) Taka því rólega

Ef þú hefur hugsað með þér að samband þitt við hundinn þinn sé ábótavant, eða hundurinn hlusti ekki á þig, þá er gott að hugsa aðeins út í það hvernig þið setjið upp göngutúrinn ykkar. Ertu að drífa þig rosalega að klára göngutúrinn af því hann er á verkefnalista dagsins? Misstirðu af því þegar hundurinn þinn sleikti út um og hrissti sig eftir óþægilegar aðstæður við hund, því þú varst í símanum? Eða ertu að njóta útiverunnar með hundinum. Munurinn á þessu tvennu er frekar stór. Hundurinn finnur fyrir pressu þegar við erum að drífa okkur í gegnum göngutúrinn og stoppum aldrei til að leyfa hundinum að þefa og horfa í kringum sig. Munum að við erum að fara í göngutúrinn fyrir hundinn, eða a.m.k eru mínir göngutúrar á þann máta ;) Þegar við tökum rólegan túr með hundinum verður hann afslappaðri, hefur tíma til að tjá sig við okkur um hræðslu, stress, áhuga eða viðurkenningu og við höfum tíma og athygli til þess að svara. Þegar við getum svarað hundinum erum við að viðurkenna að hann sé þarna á staðnum, að hann hafi sínar tilfinningar og við ætlum ekki að hunsa þær. Við ætlum að aðstoða hundinn með hvernig honum líður með aðstæðurnar en ekki segja honum að hann hafi rangt fyrir sér og honum eigi ekki að líða svona. Það grefur undan öllum tegundum sambanda hvort sem um er að ræða milli fólks eða einstaklings og hunds.


4) Leyfa hundinum að ákveða

Já af hverju ekki? Hvað mælir gegn því. Það er ekkert sem mælir gegn því að hundurinn fái að taka ákvörðun þegar aðstæður eru öruggar.

Til að mynda ef komið er að gatnamótum á stíg þar sem þið sjáið engan kom á móts við ykkur úr neinni átt. Umhverfið henti hundinum hvaða átt sem valin er og þið hafið ágætis tíma. Hvað aftrar ykkur í því að leyfa hundinum að ákveða hvaða átt er valin? Þú getur valið að fara til baka við næstu gatnamót svo að hringurinn sé ekki of stór. En þá ertu búin að leyfa honum að velja allavega einu sinni í göngutúrnum sem að eykur sjálfstraust hans og byggir ykkar samband. Hann hugsar með sér að nú sér sko verið að hlusta á hann, og honum er meira að segja svarað með já og nei. Hundurinn lærir að þú tekur ákvarðanir þegar það þörf er á og lærir að meta að þú skulir aðstoða hann við erfiðar aðstæður. En hann fái að segja sína skoðun og fái alltaf svar við spurningum sínum. Að hann fái ekki alltaf það sem honum langaði að gera, en hann hafi þó fengið áheyrn.

Recent Posts

See All

Comentários


Os comentários foram desativados.
bottom of page