top of page

Páskaratleikur fyrir hunda

Ratleikur fyrir hundateymi? - Fyrir þá sem vilja smá páskagleði. Sérstaklega hentugt fyrir barnlaust fólk sem hefur ekki áhuga á að leita að sínu eigin páskaeggi, en vill búa sér til skemmtilega hefð með hundinum sínum.


Hvað þurfum við? - Hundinn. Ofurnammi. Mjög gott að fá einhvern til að fela fyrir ykkur


Hvernig ég framkvæmi leikinn: 1) Maki felur mitt páskaegg og setur þar slatta af ofurnammi. Einnig NoseWork lyktina en óþarfi fyrir þau sem eru ekki í sportinu. 2) Maki felur staka ofurnammi bita hér og þar um íbúðina til að villa um fyrir okkur ;) NoseWork lyktin er þar einnig fyrir þá sem eru í NoseWork. Við þessa stöku bita er ekkert páskaegg. Þar stendur á blaði hvaða þraut hundurinn þarf að framkvæma til að sjá hvar eigi að leita næst. 3) Einnig er hægt að gera einfaldari útgáfu þar sem þið leitið að bitum og páskaegginu :)


Hugmyndir að þrautum: - Runu: Setjast, leggjast, fara í hring - Krafsa - Runu: Kyss, hring, aftur á bak - Athyglisæfingu þar sem hönd er fylgt - Biðja og kyss - High five - Runu: Sikk sakk á milli fóta, setjast og innkall


Góðir staðir til að fela á ef hundurinn er vanur eða þið fáið vísbendingu: * Ofnskúffu * Í náttborðinu * Bakvið eða í sjónvarpsskápnum * Bakvið púða í sófanum * Undir sófanum * Í hillu * Á gluggakistu (ef hann nær eða er mjög vanur háum felum) * Á skóhillunni * Ofan í skó * Í þvottakörfunni * Ruslaskápnum * Handfangi gluggatjalda (fyrir mjög vana hunda)


443 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page