top of page

5 Mikilvægustu æfingarnar í hvolpaþjálfun

Hundaeigendur tala gjarnan um það hversu mikið er til að upplýsingum um þjálfun hunda og uppeldi þeirra. Jafnvel að flestir í kringum hundaeigandann virðist hafa skoðun á því hverjar bestu aðferðirnar séu til að sinna uppeldi hundanna þeirra og liggi ekki á því að deila því með sem er. Flestum finnst óþægilegt að fá óumbeðin ráð, enda henta ekki allar aðferðir öllum hundum. Einnig geta óumbeðin ráð hljómað eins og verið sé að setja út á eigandann þrátt fyrir að eigandinn sé oftast að reyna sitt besta, og eins og hundurinn sé ekki eins og hann ætti að vera.


Að byrja á réttum enda í hvolpa og hundaþjálfun skiptir öllu máli. En gjarnan byrjum við á að gera skemmtilegar æfingar eða krúttlegar, eða jafnvel það sem segja okkur að gera. Oft hlaupum við einnig of hratt yfir mikilvægustu þjálfunaratriðin en það eru þau atriði sem skipta máli til að hundurinn hljóti jafnvægi og vellíðan í lífinu. Þá verður allt okkar samneyti betra og færri árekstrar eða þreyta í heimilisfólkinu.


Þjálfunarráð eru þó misgóð og þurfa að eiga við þann stað sem hundurinn er á í lífi sínu. Það eru ákveðnir hlutir sem er gott að hundurinn geti ráðið við til að við lifum í sem besta samneyti við hundinn út hans lífsskeið.


Hér ætla ég að telja upp 4 atriði sem fólk fer gjarnan á mis við að þjálfa nægilega vel eða sinnir frekar annarri þjálfun fyrst. En þar sem þessi fjögur atriði gera okkur leiðbeinendunum lífið mun auðveldara til að sinna okkar daglega lífi og svo að hundinum líði sem best við þær athafnir sem hann þarf að þola, er gott að einbeita sér fyrst um sinn einungis að þessum æfingum.


Á hverjum degi getum við gefið hundunum ákveðið magn af nammi svo hundinum verði ekki meint af og þurfum við því að huga vel að því í hvaða æfingar við notum nammiskammt dagsins.


Aðskilnaður

Margir hundar eiga erfitt með aðskilnað við aðalleiðbeinanda eða að vera aleinir. Það er mikilvægt að taka lítil skref í aðskilnaðarþjálfun svo að ekki þurfi að fara mörg skref til baka í þjálfuninni síðar meir. Þó það geti auðvitað komið fyrir á bestu bæjum við erfiðar aðstæður.

Aðskilnað er hægt að skipta upp í nokkur svið. * Að vera einn í herbergi/svæði þó svo einhver sé heima + Leiðbeinandi geti lokað að sér á WC * Að vera einn frá öðrum dýrum á heimilinu, jafnvel þó þau séu heima * Að vera einn í bíl * Að vera einn heima


Aðskilnaður frá hópnum er hundum almennt erfiður og því mikilvægt að byrja snemma með litlum skrefum.


3 meginatriði aðskilnaðar

- Tími: Hversu lengi getur hann verið einn

- Vegalengd: Hversu langt frá fer leiðbeinanda

- Aðskilnaðar Hlutir: Getur leiðbeinandi tekið allt dótið með sér sem hann þarf án þess að hundurinn eigi erfitt með sig

Algeng mistök

Þegar við æfum aðskilnað er gott að muna að gera einungis eitt meginatriði erfiðara. Ef við gerum öll þrjú meginatriðin erfiðari á sama tíma, erum við líklegri til að ná ekki tilætluðum árangri og jafnvel komin skref til baka í þjálfuninni. Flestir auka tímalengd reglulega en gleyma að taka stuttan tíma inn á milli svo æfingarnar verði ekki stanslaust erfiðari og leiðinlegri, og gleyma einnig að taka inn vegalengd og hluti sem hundurinn veit að merkir að við séum að fara og getur byrjað að kvíða fyrir.




Bílþjálfun og búr

Að hundurinn geti verið í nokkrar mínútur einn í bílnum á meðan við skreppum getur gert líf leiðbeinanda hundsins mun auðveldara. Einnig getur það gefið teyminu þann möguleika að geta tekið þátt í fleirum hundaviðburðum heldur en ella.


Þegar við skiljum hunda eftir út í bíl, er nauðsynlegt að veita köldu lofti inn og að hundurinn sé með aðganga að vatni. Hundar geta fengið hitaslag ansi hratt sem getur verið þeim lífshættulegt. Leitið ykkur endilega upplýsinga um hvernig best er að skilja við hunda í bíl í mismunandi veðráttu.


Búrþjálfun getur almennt verið nytsamleg til að nýtast við í ákveðnum tilfellum. Til að mynda getur verið gott að hundurinn kunni að vera í búri ef hann þarf á því að halda að vera skilinn eftir hjá dýralækni vegna aðgerðar, til að fá frið fyrir fólki í heimsókn á heimilinu, eða til að geta liðið sem best í bíl.


Hundum líður misvel í búrum og því mikilvægt líkt og í allri þjálfun að taka lítil skref í einu og passa upp á að hundurinn geti teygt vel úr sér í búrinu og komið sér fyrir og hafi aðgang að vatni.


Að venja hund við að vera í búri í bíl getur hjálpað mörgum hundum við að slaka betur á, því þá sjá þeir síður áreitin sem eru í kringum bílinn.


6 Meginatriði búrþjálfunar

- Tími: Hversu lengi getur hann verið einn í búri

- Vegalengd: Hversu langt frá fer leiðbeinanda

- Áreiti: Er hann undir streituþröskuldi ef hann heyrir eða sér áreiti í búrinu - Ganga um: Er hægt að ganga um rýmið án þess að hundurinn fari yfir streituþröskuld - Aðskilnaður: Getur hann verið í öðru herbergi í búri heldur en fjölskyldumeðlimir

- Aðskilnaðar Hlutir: Getur leiðbeinandi tekið allt dótið með sér án þess að hundurinn eigi erfitt með sig


Áreitisþjálfun

Umhverfis og félagsleg þjálfun tengist því náið að geta tekist á við ólík áreiti. Stuðningur, taumtækni og samskipti við hundinn geta hjálpað þeim sem fyrirbyggjandi aðferð og til að vinna úr óöryggi gagnvart áreitum.

Að geta gengið með hund án þess að hundurinn eigi sífellt mjög erfitt með áreiti gefur teyminu mikil lífsgæði. Einnig að hundurinn sé ekki óöruggur gagnvart sjónrænum eða hljóðáreitum heima við eða þau áreiti sem heyrast inn.


Áreitisþjálfun er hægt að skipta upp í nokkur svið:

* Áreiti í göngutúrum * Kettir, hænur, kanínur sem hlaupa * Sjónrænt eða hljóðáreiti úti og/eða inni * Áreiti sem við ráðum sjálf yfir: Heimilistæki * Heimilismeðlimir og fólk í heimsókn


6 Metinatariði áreitisþjálfunar

- Tími: Hversu lengi er hann í háu áreiti? Það hefur áhrif á getu hans að takast á við næstu áreiti næstu dagana.

- Vegalengd: Hve langt er í áreitið. Hver langt er í leiðbeinandann

- Áreiti: Er hann undir streituþröskuldi ef hann heyrir eða sér áreiti - Stjórna aðstæðum: Passa að aðstæður séu uppbyggilegar. Of mikið áreiti getur auðveldlega valdið því að hundurinn þrói með sér áhyggjur af ákveðnum áreitum og/eða óöryggi við ákveðnar aðstæður. - Hvíldardagar: Þegar við æfum áreitisþjálfun er nauðsynlegt að muna að ýta ekki alla daga á hundinn, heldur gefa honum góða hvíldardaga á milli.

- Stuðningur: Þegar hundur er að upplifa nýjan hlut/áreiti eða er óöruggur gagnvart áreiti er mikilvægt að leiðbeinandi sé tilbúinn að veita stuðning og sýna betri leiðir þegar hundurinn spyr.



Klær

Umhirða hunda getur valdið þeim vanlíðan og því mikilvægt að venja þá rólega við. Ef við tökum ákvörðun um að láta snyrtistofu um umhirðu hundsins reglulega, þá er mikilvægt að muna að sá dagur og næstu dagar eftir komu á snyrtistofu getur verið stór atburður í lífi hundsins og tekið mikið á hundinn. Það fer auðvitað eftir hverjum og einum fyrir sig hvernig þeim líður á staðnum og hverri og einni stofu, en gott er að gera ráð fyrir hvíldardögum eftir snyrtistofuferð. Þá er áhersla á áreitislitla göngutúra og létta daga.


Ég mæli með að æfa sig sjálf í að sinna þörfum hundsins heima við til að draga úr heildarstreitu hundsins. Klóaklippingar og tannburstun er algjörlega nauðsynleg fyrir alla hunda. Feldumhirða er mikilvæg og fer eftir tegundum hve mikil hún er en hún tekur alla jafna ekki jafn mikið á hundana og klóaklippingar og tannburstun.


Tökum lítil skref ! Við ætlum EKKI að klippa allar klærnar á hundinum á fyrsta degi. Það er allt of mikið fyrir langflesta.


Það allra mikilvægasta við klóaklippingar er að klippa nægilega stutt. Við viljum ekki meiða hundinn og byggja upp slæma minningu.


Hér eru tvær aðferðir til að venja þá við klóaklippingar: 1) Nýtast við merkjamál

* Þegar hann hefur séð klippurnar og víkur ekki frá er hægt að taka löppina rólega upp. Ef hann kippir að sér þá gefum við honum tíma og pláss til að þora að prófa. * Þessi aðferð tekur tíma og við þurfum að byggja upp traust hundsins til okkar * Hluti af Virðingarríku Hundauppeldi


2) Nammi sem verðlaun * Klippurnar á gólfið - Clicker - nammi * Taka löppina upp - Clicker - nammi * Klippur upp við löpp - Clicker - nammi * Munda klippurnar við nögl - Clicker - nammi * Klippa eina nögl - Clicker - nammi

Ath. Að komast í gegnum öll skrefin tekur marga daga og er óæskilegt að fara í gegnum heila tannburstun á fyrsta degi. Hægt er að einfalda ferlið og sleppa Clicker og segja ,,Yes''. Yes virkar vel sem merki um hvað var gert rétt en fyrir þau sem finnst það vefjast fyrir sér geta nýst við sitt venjulega hrósorð líkt og ,,duglegur''.


Muna að stytta ferlið og taka ekki allt ferlið frá A-Ö ef hundurinn á erfitt með það. Höldum æfingunni viðráðanlegri og hundinum undir streituþröskuldi.


Ráð

- Naglaþjöl er oft ekki jafn óhugnaleg og við erum ólíklegri til að klippa of langt - Stutta æfingar 2-3 sinnum á dag - Nýtast við ofurnammi = mannamat líkt og lifrarpylsu, ost, kjúkling (ekki búðarkeypt nammi)





Tennur

Margar tegundir eru gjarnari en aðrar að þurfa á tannhreinsun á að halda en við getum oft á tíðum komið í veg fyrir eða dregið úr fjölda ferða í tannhreinsun. Hundar geta orðið aumir, fengið sýkingar og orðið veikir við slæma tannheilsu. Því er til mikils að vinna að sinna tönnum hunda vel.


Líkt og með klóaklippingar eru hér tvær meginaðferðir listaðar upp sem hægt er að fara eftir þegar byrjað er á tannburstun. Til að halda tönnum vel við er mælst til þess að bursta tennur hunda daglega og því gott að rútína sé á tannhreinsun. Til dæmis að bursta tennurnar alltaf á kvöldin fyrir háttinn.


Hér eru tvær aðferðir til að venja þá við tannburstun: 1) Nýtast við merkjamál

* Þegar hann hefur séð tannburstann og víkur ekki frá er hægt að smeygja tannburstanum rólega upp við góminn. Ef hann kippir að sér þá gefum við honum tíma og pláss til að þora að prófa. * Þessi aðferð tekur tíma og við þurfum að byggja upp traust hundsins til okkar * Hluti af Virðingarríku Hundauppeldi


2) Nammi sem verðlaun * Tannburstann á gólfið - Clicker - nammi * Tannburstann að góm - Clicker - nammi * Tannburstann strjúka 1* - Clicker - nammi * Tannburstun strjúka 3* - Clicker - nammi * Tannburstun 2* hægra megin + 2* vinstra megin - Clicker - nammi * Tannburstun 5*hægra megin + 5*vinstra megin - Clicker - nammi Ath. Að komast í gegnum öll skrefin tekur marga daga og er óæskilegt að fara í gegnum heila tannburstun á fyrsta degi.

Hægt er að einfalda ferlið og sleppa Clicker og segja ,,Yes''. Yes virkar vel sem merki um hvað var gert rétt en fyrir þau sem finnst það vefjast fyrir sér geta nýst við sitt venjulega hrósorð líkt og ,,duglegur''.

Muna að stytta ferlið og taka ekki allt ferlið frá A-Ö ef hundurinn á erfitt með það. Höldum æfingunni viðráðanlegri og hundinum undir streituþröskuldi.

1,541 views0 comments

Recent Posts

See All

留言


留言功能已關閉。
bottom of page