top of page

Markmiðasetning hundateyma


Í gegnum árin hefur verið vinsælt að setja sér markmið til að ná árangri á hinum ýmsu sviðum lífsins. Sumir setja sér nýársheit árlega, aðrir setja sér reglulega ný markmið og aðrir setja sér markmið þegar málin eru komin í óefni.

Að setja sér markmið í hundaþjálfun getur verið gagnlegt til að stefna að betra lífi með hundunum okkar. Við fáum betri yfirsýn yfir vandann, sjáum okkur klífa upp stigann, skref fyrir skref.Ef við setjum okkur ekki markmið, getur verið erfiðara að halda í trúnna, um betri komandi tíma. Við sjáum ekki litlu sigrana, verðum þreyttari á vandanum og erum mögulega verr undirbúin, undir þær þrautir sem geta fylgt hverju skrefi fyrir sig.

Við verðum þakklátari fyrir þróun hundateymisins ef við fylgjumst vel með hverju skrefi fyrir sig. Við sjáum litlu sigrana og getum verið sáttari við litlu villingana eða við okkur sjálf sem leiðbeinanda hundsins.


Að setja sér markmið Þegar við setjum okkur markmið er talið að best sé að vera með sem fæst í gangi í einu. Á þann veg einbeitum við okkur betur að hverju markmiði fyrir sig og höfum meiri þolinmæði að ná hverju og einu markmiði fyrir sig. Oftast er talað um að vera með 1-3 markmið í gangi, þegar mest lætur. Þar sem margir eru á nýju ári að setja sér nýársheit sem eru ótengd hundunum, er oft meir en nóg að byrja á einu markmiði með hundinum okkar og sjá hvernig okkur gengur með það. Ef vel gengur og við höfum getu til, þá er hægt að bæta við auka markmiði.

Mikilvægt er að skrifa niður markmiðin til að hafa þau sýnileg og setja meiri alvöru í verkið. Fyrir suma virkar einnig að segja einhverjum frá markmiðinu til að setja pressu á sig að vinna að markmiðinu. Enn aðrir setja markmiðin á samfélagsmiðla og segja reglulega frá hvernig skrefin ganga.Hvernig ættu markmiðin að vera? Stuðla að uppbyggjandi þróun hundsins og jákvæðari tilfinningum. Mögulega vantar hundinn fleiri heilaleikfimisæfingar yfir hverja viku fyrir sig, eða nýjar tegundir af heilaleikfimi. Auka sjálfstæði hundsins, félagslega uppbyggingu og vellíðan hundsins í þeim aðstæðum sem hann þarf að takast á við.

Sniðugt er að nýtast við SMART aðferðina til að ná markmiðunum. S (Specific) Skýrt: Hvað er markmiðið? M (Measurable) Mælanlegt: Settu markmiðið framm á þann máta að hægt sé að sjá í hvaða skrefi þú ert á hvaða tímapunkti sem er. Settu langtímamarkmiðið í minni skref. A (Attainable) Aðlagandi/mögulegt: Að markmiðið sé raunhæft og einstaklingurinn hafi þau tæki, tól, tíma sem til þarf til að ná markmiðinu. R (Relevant) Raunhæft/Viðeigandi: Settu mörg lítil skref og ekki ætla þér að sigra heiminn. T (Timely) Tímasett: Hversu langan tíma ætlar þú fyrir langtímamarkmiðið? Hversu langan tíma þarf hvert skref? Settu þér lokatímasetningu fyrir langtímamarkmiðið.


SMART fyrir hundaleiðbeinendur Skýrt markmið. Hvað ætlið þið að vinna í og af hverju er það mikilvægast núna? Hvernig ætlið þið að ná markmiðinu. Er þörf á að sækja sér fræðslu á netinu, á námskeiði, einkatíma eða á annan veg?

Mælanlegt. Hvaða atferli og/eða tilfinningar ætlum við að sjá hjá hundinum þegar langtímamarkmiði hefur verið náð? Hversu mörg milliskref þarf ég að hafa til að ég missi ekki sjálf móðinn?

Aðlagandi/mögulegt. Hef ég næga þekkingu til að takast á við vandamálið sjálf? Hvernig ætla ég að gera það? Hvaða aðferðir mun ég nota? Hvaða tíma dags mun ég notast við?

Raunhæft. Gott er að setja t.d. 2 millimarkmið og smærri undirmarkmið. Hvaða atferli og tilfinningar viljum við sjá þegar þeim skrefum er náð? Hvernig ætla ég að fagna þeim árangri?

Tímasett. Hvenær áætlar þú að teymið sé búið að ná langtímamarkmiðinu? Hvenær viltu sjá að millimarkmiðin séu komin í hús?
Tips

Settu þér frekar lengri tíma heldur en styttri, ef um er að ræða að breyta tilfinningum hjá hundinum. Að breyta stressi yfir í ró getur tekið mikinn tíma og oftast er þörf á að skoða heildrænt líf hundsins og laga til nokkur atriði. Að vinna með stress eða hræðslu, er líkt og hjá mannfólki tímafrekt, því einstaklingarnir eru fastir í ákveðinni pitt, tilfinningaþvögu eða jafnvel kulnunarástandi. Hormónaflæði líkamans er gjarnan í takt við það og getur tekið nokkrar vikur að ná þeim gildum niður. Verum því þolinmóð líkt og við myndum vera við okkar besta vin. Fögnum litlu sigrunum og skráum hjá okkur hvernig gengur. Ef verið er að setja sér markmið í trix þjálfun, er almennt hægt að setja sér styttri tímaramma heldur en við þjálfun á tilfinningum.


Fyrsta markmið hundateyma

Þegar tekin er ákvörðun um að gera áætlun fyrir hundateymi til að vinna að, er gott að hugsa um hvað sé mikilvægast að tækla fyrst. Hvaða atriði eru að valda okkur streitu í daglegu lífi eða hundinum okkar? Ef hundurinn glímir ekki við nein vandamál, hvað skemmtilegt gætum við gert saman á árinu? Er hann að fá nægilega örvun dags daglega eða væri gott að leiðbeinandi finni nýja leiki eða æfingar fyrir heilaleikfimi hvers dags?


Þegar við erum að aðstoða hunda með vandamál, þurfum við að skoða heildrænt líf hundsins. Hvert atriði hefur áhrif á hið næsta, líkt og hjá mannfólki. Þetta tvinnast allt saman í eina heild. En stundum getur okkur reynst erfitt að tækla öll atriði í einu, og er þá gott að byrja á því sem við eigum auðveldast með að vinna með, svo að við náum að halda dampi og sjá framfarir. Að missa ekki móðinn.

Ef að við erum í góðri aðstöðu í okkar lífi, og getum tekist á við að aðstoða hundinn okkar með það sem honum hentar best að vinna með, þá mæli ég heilshugar með því. Þá byrjar maður á þeim verkefnum sem myndu aðstoða hundinn best til að draga úr sinni streitu. En gjarnan hefur líðan leiðbeinanda áhrif á líðan hundsins. Gæti verið að þú þurfir að skoða að draga úr streitu í þínu lífi og bæta jafnvægið í ykkar daglega lífi?


Hér fylgir skjal fyrir áhugasama, til að byrja markmiðasetningu með sínum hundi. Í átt að bættum hundalífstíl.


Markmiðarsetning Hundalífstíls
.xlsx
Download XLSX • 18KB

217 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page