Hundaatferlisráðgjöf

Atferlisráðgjöf er nytsamlegt til að auðga líf hunds og manns. Til að vinna með það sem má bæta og styrkja um leið sjálfstraust hundsins til að geta tekist á við lífið. 

Í atferlisráðgjöf er lögð áhersla á að finna rót vandans fremur en að beyta skyndilausnum. Allt milli himins og jarðar fellur undir atferlisráðgjöf en algengt er að vilja bregðast við ýmissi hegðun sem þykir leiðigjörn. Bakvið alla heðgun og samskipti liggja vísbendingar að bætingum.

Atferlisráðgjafarpakkar innihalda mismarga tíma og námsefni. Sendið línu á Hundalífstíl til að fá upplýsingar um pakkana.

Hundaatferlisþjálfun þar sem áhersla er lögð á að samskipti hunds og manns.Aðstoða fólk við að skilja tilfinningar hundsins á bakvið hegðunina, hvernig best er að aðstoða hundinn með þær og tjáningu þeirra.